Velkomin á CrossfitKrafturVið höfum nýverið tekið heimasíðuna okkar í gegn og erum komin með glænýja stundatölfu
Sjá hér

Crossfit Kraftur opnaði 1. september 2012 á Suðurlandsbraut 6b (bakvið Nings). Crossfit Kraftur leggur áherslu á persónulega þjónustu, gott andrúmsloft og heilbrigt líferni! Við leggjum mikla áherslu á að allar æfingar séu gerðar rétt áður en þyngdir og hraði er aukinn í æfingum. Á bakvið stöðina standa nokkrir CrossFit þjálfarar sem höfum óbilandi trú á Crossfit og trúum því að CrossFit sé framtíðin í líkamsrækt.

CrossFit er skemmileg, fjölbreytileg og krefjandi líkamsrækt fyrir alla. CrossFit er alhliða styrktar- og þolþjálfun sem byggist upp á síbreytilegum æfingum. Allir gera sömu æfingarnar en hverja einustu æfingu er hægt að sníða að þörfum hvers og eins.

Okkar áhersla er einungis á CrossFit og við trúum því að CrossFit sé framtíðin í líkamsrækt og besta leiðin að heilbrigði. Tilfinningin að æfa á CrossFit stöð er allt öðruvísi en á öllum öðrum líkamsræktarstöðvum. Í flestum CrossFit stöðvum eru engir spreglar, enginn er með sína eigin tónlist í heyrnartólum eða í sínum eigin heimi eins og gengur og gerist í venjulegum líkamsræktarstöðvum. Í CrossFit er fólk að tala saman, hvetja hvort annað, hafa gaman af og vinasambönd myndast. Í CrossFit kemstu í alhliðaform og munt ná að afkasta meiru en þú hefur dreymt um! CrossFit er ekki bara æfingakerfi – CrossFit er lífstíll.

Okkar markmið eru að að kenna réttar og öruggar líkamshreyfingar og að æfingarnar séu framkvæmdar vel og örugglega. Við viljum hafa æfingarnar eins fjölbreyttar og skemmtilegar og hægt er. Þú getur æft CrossFit í marga mánuði án þess að taka sömu æfinguna tvisvar. Árangur og hvatning eru leiðarljós okkar og þjálfararnir okkar gera sitt besta til að hvetja þig áfram og gera nauðsynlegar breytingar til að árangur náist. Frá því að þú byrjar að æfa hjá okkur mælum við með því að við setjum upp fyrir þig æfinga- og matardagbók til þess að fylgjast með árangri.

Það er löng hefð fyrir því að líkamsræktarstöð sé rekin á Suðurlandsbraut 6b. Það var fyrir meira en 20 árum síðan að Gym80 opnaði þar líkamsræktarstöð sem rekin var af Jóni Páli heitnum og voru margir kraftmolar sem ólust upp í líkamsræktarstöðinni. Það var svo árið 2005 sem Bootcamp hóf starfsemi í húsnæði en fyrirtækið yfirgaf Suðurlandsbraut 6b sumarið 2012. Starfsemin hefur verið til fyrirmyndar frá upphafi og er margtalað um hversu góður andi svífur yfir húsnæðinu.

Við gátum því ekki látið þetta flotta húsnæði verða að bílaverkstæði þannig að við skelltum okkur á þetta tækifæri að koma CrossFit íþróttinni á framfæri.

UA-43454046-1